Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bæjarins beztu opnar þriðja pylsuvagninn á Keflavíkurflugvelli
Bæjarins beztu pylsur hafa opnað sinn þriðja sölustað á Keflavíkurflugvelli – nú í brottfararsal flugvallarins við vegabréfaeftirlitið. Fyrirtækið hefur rekið útibú í verslun 10-11 í komusal flugavallarins síðan árið 2021 og í sumar bættist við pylsuvagn á biðsvæði í suðurbyggingu sem farþegar á leið til Bretlands, Bandaríkjanna og annarra landa utan Schengen fara um.
- Peysurnar frá Bæjarins beztu hafa notið mikilla vinsælda
Pylsuvagninn er opnaður í svokölluðu „pop-up“ rými og verður þar til eins árs. Pylsuvagnar Bæjarins beztu hafa verið einstaklega vinsælir meðal gesta flugvallarins. Með opnun nýja pylsuvagnsins í brottfararsal geta nú allir gestir átt tækifæri að gæða sér á einni með öllu á leið til útlanda.
„Pylsuvagninn sem opnaði í sumar hefur algjörlega slegið í gegn og Bæjarins beztu peysurnar og bolirnir hafa notið mikilla vinsælda hjá ferðamönnum.
Pylsurnar eru ekki aðeins gómsætar heldur hentar afgreiðsluhraðinn einstaklega vel fyrir fólk á hraðferð.
Við erum ánægð að geta nú aukið framboðið með nýjum vagni í brottfararsal,“
segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia.
Staðir Bæjarins beztu í heild eru því orðnir 11 talsins. Sjö á höfuðborgarsvæðinu og fjórir á Suðurnesjum.
- Bæjarins beztu pylsur
- Bæjarins beztu pysluvagn í brottfarasalnum við vegabréfaeftirlitið
Myndir: isavia.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita