Vertu memm

Markaðurinn

Íslenskir fagmenn á Barry Callebaut námskeiði Kaupmannahöfn – Myndaveisla

Birting:

þann

Íslenskir fagmenn á Barry Callebaut námskeiði Kaupmannahöfn - Myndaveisla

Stóreldhúsdeild OJK-ISAM og Barry Callebaut héldu námskeið í Hotel og Restaurantskolen í Kaupmannahöfn dagana 28. – 30. nóvember.

Kent Vendelbo Madsen Pastry Chef hjá Callebaut Nordic var kennari á þessu flotta námskeiði fyrir nokkra af okkar færasta fagmönnum á Íslandi.

Á námskeiðinu var farið yfir helstu nýjunga og tækni í súkkulaðiheiminum. Okkar fólk kom til baka reynslunni ríkari með fullt farteski af nýjungum og uppskriftum.

Eftir námskeið var haldið í flottustu Conditori og bakarí Danmerkur en þar má kannski helst nefna Conditori La Glace sem var stofnað 1870.

Vel var tekið á móti Íslenska hópnum af Lars Juul Head baker/Confectioner. Hópurinn fékk að fara á allar hæðir í vinnslunni, spjalla við starfsfólk og ræða um þeirra vörur og hráefni.

Lars Juul fór svo yfir sögu bakarísins og bauð hópnum í kaffi í betri stofunni á La Glace.

Við viljum þakka eftirfarandi aðilum fyrir samveruna og ógleymanlegum dögum í Kaupmannahöfn:

  • Nýja Kökuhúsið
  • Gulla Arnar
  • Mosfellsbakarí
  • Sandholt
  • Mika
  • Monkeys

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið