Keppni
Keppni hjá matreiðslunemunum á Fiskmarkaðinum og Grillmarkaðinum
Á sunnudaginn næstkomandi fer fram keppni hjá matreiðslunemunum sem starfa á Fiskmarkaðinum og Grillmarkaðinum. Keppnin hefst klukkan 08:00 um morgunin á Grillmarkaðinum og verða keppendur ræstir með 15 mínútna millibili.
Það eru 14 matreiðslunemar sem taka þátt og þema er forréttur sem á að innihalda lax og skelfiskur að 50 %. Hver keppandi hefur 30 mínútur í eldhúsinu og má koma með allt preppað. Gera þarf 5 diska, þ.e 3 fyrir smakk, 1 fyrir myndatöku og einn sýningardisk.
Keppnin verður stjórnað af mikilli fagmennsku og hárfínni næmni þar sem allir kokkar á stöðunum tveimur koma að þessu á einhvern hátt, en þeir eru miklir reynsluboltar og algjörir sérfræðingar á sínu sviði. Gestadómari er Steinn Óskar, Matreiðslumaður ársins 2006 og fyrrum meðlimur í Kokkalandsliðinu, en hann starfar sem yfirmatreiðslumaður hjá 8 Bitar Vodafone.
Dómarar eru:
Bragðdómarar:
- Axel Björn Clausen
- Hrefna Rósa Sætran
- Steinn Óskar Sigurðsson
Eldhúsdómarar:
- Guðlaugur P. Frímannsson
- Kirill Dom Ter-Martirosov
Hvernig kom það til að þið ákváðuð að halda þessa nemakeppni?
Okkur langaði til að fá nemana til að pæla meira og öðruvísi í hlutunum. Það er alltaf aldurstakmark í allar nemakeppnir og þar sem nemar á Íslandi eru yfirleitt eldri en t.d. nemar í löndunum í kringum okkur, þá langaði okkur að halda keppni þar sem ekkert aldurstakmark er
, sagði Hrefna Rósa Sætran í samtali við veitingageirinn.is.
Þeir sem keppa eru:
- Arnór Ingi Bjarkason
- Bergsteinn Guðmundsson
- Bjartur Elí Friðþjófsson
- Einar Óli Guðnason
- Guðrún Ása Frímannsdóttir
- Hekla Karen Pálsdóttir
- Henrý Ottó Haraldsson
- Íris Jana Ásgeirsdóttir
- Ívar Guðmundsson
- Ívar Þór Elíasson
- Nick Andrew Torres La-Um
- Sindri Freyr Mooney
- Stefanía Sunna Róbertsdóttir
- Sölvi Steinn helgason
Veitingageirinn.is kemur til með að gera góð skil á keppninni og verður meðal annars bein útsending að hætti Instagram.
Mynd úr safni: Matthías
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði