Frétt
Hækkun lágmarksverðs mjólkur
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. október 2023:
- Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 2,82%, úr 126,20 kr./ltr í 129,76 kr./ltr.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 9. október 2023:
- Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar almennt um 2,30%.
Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun í júní 2023 og geymdrar hækkunar fjármagnskostnaðar sem hefur hingað til ekki verið reiknað með í gjaldaliðum verðlagsgrundvallar.
Frá síðustu verðákvörðun til september 2023 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 0,86% en samanlagt hækkar verðlagsgrundvöllur um 2,82% með tilliti til hækkunar fjármagnskostnaðar. Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar um sem nemur kostnaðarhækkun á mjólk frá bændum og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar.
Sjá nánar: Verðlagsnefnd búvara
Mynd: úr safni.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana