Viðtöl, örfréttir & frumraun
Róbert Aron ráðinn verkefna og markaðsstjóri Miðborgarinnar
Róbert Aron Magnússon hefur verið ráðinn sem markaðs og verkefnastjóri „Miðborgin – Reykjavík – Félagasamtök„ sem er nýtt markaðsfélag miðborgarinnar sem var stofnað í mars s.l.
Tilgangur og markmið félagsins er að kynna miðborgina sem spennandi og skemmtilegan áfangastað. Upplýsa um þann mikla fjölbreytileika sem miðborgin hefur uppá að bjóða. Í miðborginni eru 837 rekstaraðilar og er þar er t.d. að finna 268 veitingastaði, 277 verslanir, 30 kaffihús, 22 hárgreiðslustofur, 44 listagallerí og listasöfn, 72 fataverslanir svo fátt eitt sé nefnt.
Að auki hýsir miðborgin nokkra af fjölmennustu viðburðunum á Íslandi eins og Menningarnótt, Hinsegin daga, Götubitahátíðin í Hljómskálagarðinum, HönnunarMars og Iceland Airwaves.
Róbert Aron Magnússon hefur gríðarlega reynslu af markaðsmálum og verkefnastjórnun sem framkvændarstjóri Götubitans, en þar hefur hann unnið náið með Reykjavíkurborg við skipulagningu á hinum ýsmu viðburðum í miðborginni og víðar. Hann er með mastersgráðu frá University Of Westminster í Business Management og lauk nýlega námi sem viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur.
Mynd: aðsend

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun