Vertu memm

Starfsmannavelta

El Faro á Garðskaga skellir í lás

Birting:

þann

El Faro á Garðskaga skellir í lás


El Faro er staðsettur á Lighthouse Inn hótelinu við Garðskaga.

Spænski veitingastaðurinn El Faro á Garðskaga lokar fyrir fullt og allt í lok september vegna breyttra aðstæðna.

Staðurinn opnaði í apríl í fyrra og naut mikilla vinsælda strax frá opnun þess. El Faro hefur boðið upp á bragðgóðan spænskan og Miðjarðarhafsmat og Tapas með fersku íslensku hráefni og er allt unnið frá grunni.

Tilkynningin frá El Faro:

El Faro á Garðskaga skellir í lás

Kæru viðskiptavinir!
Við höfum nú tekið þá erfiðu ákvörðun um að loka El Faro í lok september vegna breyttra aðstæðna. Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri og erum við afar þakklát öllum þeim frábæru viðskiptavinum, starfsfólki og velunnurum El Faro fyrir viðskiptin, hlýjuna og góð samskipti á þessu eina og hálfa ári sem við höfum haft opið.

Við hvetjum alla þá sem eiga gjafabréf hjá okkur að nýta þau sem allra fyrst. Við munum tilkynna um nákvæma lokunardagsetningu þegar nær dregur. Nú fer hver að verða síðastur til að kíkja á okkur! Vonumst til að sjá ykkur sem flest þangað til.
Kærleikskveðjur, El Faro Teymið

El Faro á Garðskaga skellir í lás

Matseðillinn

Myndir; facebook / El Faro

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið