Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gordon Ramsay á Íslandi – Sigurður Laufdal: „…. sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi“
Michelin kokkurinn og íslandsvinurinn Gordon Ramsay er staddur hér á Íslandi. Gordon er mikill áhugamaður á laxveiði og hefur komið hér reglulega til Íslands að renna fyrir laxi í Eystri Rangá, Tungulæk við Kirkjubæjarklaustur, Norðurá í Borgarfirði svo fátt eitt sé nefnt.
Gordon mætti á nýja veitingastaðinn OTO á Hverfisgötu, ásamt föruneyti. Sigurður Laufdal yfirkokkur og eigandi staðarins vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir.
„Svo var hann bara kominn inn í eldhús til okkar og lét eiginlega bara eins og heima hjá sér.
Hann var allavega ánægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi. Auðvitað setur maður á það smá fyrirvara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“
segir Sigurður hlæjandi í samtali við visir.is sem fjallar nánar um málið hér.
„Hann fékk sér nauta flanksteik, bikini réttinn okkar vinsæla, lamb, tagliatelle, hörpuskel og svo sítrónu í eftirrétt,“
segir Sigurður Laufdal í samtali við DV hér.
Mynd: Sigurður Laufdal

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð