Frétt
Nýja Vínbúðin sektuð
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar vegna brota gegn ákvörðun Neytendastofu.
Með ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2023 komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju Vínbúðarinnar væri til þess fallin að neytendur teldu að þeir væru að kaupa vörur á tilboðsverði. Með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem fullyrðingin var ekki sönnuð.
Þá hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar brotið gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur það eigi við um eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.
Neytendastofa varð vör við að ekki voru gerðar breytingar á heimasíðu Nýju Vínbúðarinnar og því hafi ekki verið farið að ákvörðun stofnunarinnar. Neytendastofa hefur því lagt 750.000 kr. stjórnvaldssekt á rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar ásamt því að félaginu var gert að greiða 100.000 kr. í dagsektir þar til farið hefur verið að ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2023.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði