Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Friðheimar opna glæsilega vínstofu – Myndir
Nýverið opnuðu Friðheimar vín- og vinnustofu sem gengur undir nafninu Vínstofa Friðheima.
Hún er staðsett í gömlu gróðurhúsi frá árinu 1976 sem skartar 50 ára gamalli vínberjaplöntu sem setur fallega sál í húsið.
Vínstofan leggur áherslu á breitt úrval af fallegum og góðum hanastélum, bjórum og gæðavínum, en vínseðillinn er nú þegar orðinn 17 blaðsíður og fer stækkandi, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Vínstofan býður einnig upp á nokkra létta rétti á matseðli sem passa einstaklega með vínum, þar má t.a.m. nefna bruschettur, antipasti, ostabakka og bakaðan ost.
Þar er tilvalið að setjast niður í drykk og mat, spjalla og njóta í góðra vina hópi eða glugga í bók eða vinna. Vínstofan býr yfir þremur fullbúnum fundarherbergum sem bjóða upp á möguleika á alls kyns fundarhöldum, námskeiðum eða vinnustofum.
Síðar á árinu stendur til að flétta inn matar- og vínupplifun með sögustund sem hentar vel fyrir litla hópa og einstaklinga. Að lokum er Vínstofa Friðheima hinn fullkomni staður fyrir alls kyns viðburði, tónleika, brúðkaup, uppistand o.s.frv.
Vínstofan er opin alla daga frá kl. 13:00-22:00 og eru allir hjartanlega velkomnir
Að því tilefni látum við fylgja hér með myndir frá opnunardeginum.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni5 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa










