Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel heppnaður viðburður á Þremur frökkum – Stefán: „Hrognkelsa veislan gekk mjög vel“ – Myndir
Hrognkelsa Félag Íslands stóð fyrir skemmtilegum viðburði á Þremur Frökkum nú í vikunni, en þar fór fram aðalfundur hjá félaginu.
Rúmlega 30 manns mættu í hrognkelsa veisluna, þar sem Stefán Úlfarsson matreiðslumeistari eldaði fyrir gesti fjölbreytta rétti úr hrognkelsi og fleira góðgæti.
Dagskrá aðalfundar var:
Merki félagsins hyllt.
Aðalfundarstörf og matur borinn fram.
Minning Úlfars Eysteinssonar heiðruð.
Heiðursgestur ávarpar samkomuna.
Sögumaður kvöldsins segir frá grásleppukörlunum.
Grásleppan var hyllt og skálað fyrir grásleppukörlunum, kokkinum og fyrir góðum mat.
„Hrognkelsa veislan gekk mjög vel.“
Sagði Stefán Úlfarsson í samtali við veitingageieirinn.is aðspurður um veisluna, en á hlaðborðinu var eftirfarandi í boði:
Sigin grásleppa
Ferskur soðin rauðmagi með lifur, hvelju og svilum
Soðinn Bútung (siginn þorskur)
Fersk grásleppa, pönnusteikt með grænmeti engifer, soyasósu og hunangi
Gratíneraður plokkfiskur með Bernaise
Úrval af síldarréttum með rúgbrauði
Reyktur rauðmagi
Reykt þorskhrogn
Saltað selspik
Myndir aðsendar: Stefán Úlfarsson
Heimasíða: www.3frakkar.is
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta23 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði