Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Litli bróðir Elon Musk opnar nýjan veitingastað

Birting:

þann

Kimbal Musk - The Kitchen

The Kitchen verður staðsettur í Sixth and Guadalupe byggingunni.
Mynd: sixthandguadalupe.com

Kimbal Musk, litli bróðir auðkýfingsins Elon Musk, áformar að opna nýjan Amerískan bistro stað í miðbæ Austin í Texas í nýju Sixth and Guadalupe byggingunni ( sjá nánar um bygginguna hér), en byggingin verður fullkláruð síðar á árinu.

Veitingastaðurinn heitir „The Kitchen“ og er fjórði veitingastaðurinn undir sama nafni sem að Kimbal opnar.

Kimbal Musk - The Kitchen

Kimbal Musk

Veitingastaðirnir The Kitchen eru staðsettir í borginni Boulder, Chicago og Denver í Bandaríkjunum.

Áætlað er að nýi staðurinn opni um haustið 2024 og mun bjóða upp á hádegismat, kvöldmat og brunch um helgar, sjá matseðil hér.

Kimbal Musk - The Kitchen

Á veitingastaðnum verður bar, borðstofa, einkaherbergi, kokkteilsstofa og glæsilegur matsalur sem tekur um 250 manns í sæti, en veitingastaðurinn verður hannaður í samstarfi við arkitektinn Michael Hsu frá Austin.

Myndir: thekitchenbistros.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið