Starfsmannavelta
Nýir eigendur að Hótel Selfossi
Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar.
„Við höfum mikla trú á hótelrekstri á Suðurlandi og teljum Hótel Selfoss ákaflega vel staðsett í hjarta miðbæjar Selfoss sem hefur sótt verulega í sig veðrið á undanförnum árum.
Vestmannaeyjar eru svo algjör náttúruperla sem erlendir ferðamenn eru rétt farnir að uppgötva þannig að við horfum björtum augum á komandi tíma,“
segir Aðalsteinn Jónsson Þorsteinsson í samtali við Innherja á visir.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: hotelselfoss.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita