Freisting
Nóg að gerast hjá Ung-Freistingu
Það er nóg að snúast þessa dagana hjá Ung-Freistingu, en í byrjun febrúar 2006 mun Ung-Freisting halda 2ja daga matvælakynningu í Hagkaupum í Smáralind. Kynningin mun samanstanda af sýningarhlaðborði, básum með smakkréttum og uppskriftarbæklingum sem verða gefnir gestum og gangandi.
Ung-Freisting samanstendur af 14 matreiðslunemum, einum bakaranema og einum framreiðslunema sem eru í námi af mörgum af helstu veitingastöðum og bakaríum landsins, svo sem á Grand Hótel, Lækjabrekku, Loftleiðum, Sjávarkjallaranum, Rauðará og Nordica hótel, svo eitthvað sé nefnt.
Þau matvælafyrirtæki sem koma að sýningunni fá 2-3 uppskriftir og myndir í uppskriftarbæklinginn, 1-2 sýnisdiskar á sýningarhlaðborði, einn smakkrétt og þriggja mánaða auglýsingu á Freisting.is
Við komum til með að fylgjast vel með og koma með fréttir frá undirbúning Ung-Freistingu að Matvælakynningunni.
Kíkið á heimasíðu Ung-Freistingu hér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum