Markaðurinn
Staðan í kjaraviðræðum
Nokkrir samningafundir hafa verið haldnir í samningaviðræðum iðnfélaganna við Samtök atvinnulífins. Núgildandi samningur við SA rennur út 1. nóvember næstkomandi, eða á þriðjudaginn.
MATVÍS tekur þátt í samfloti iðn- og tæknifólks líkt og í síðustu tveimur kjaralotum. Mikil samskipti hafa einnig átt sér stað við aðra hópa á almennum vinnumarkaði, eins og SGS og LÍV.
Mikil áhersla er lögð á það af hálfu félaganna að samið verði um endurnýjun samninga sem allra fyrst. Iðn- og tæknifólk hefur að sjálfsögðu sett fram þá kröfu að næstu kjarasamningar gildi frá lokum þeirra sem nú eru að renna út.
Á fundunum hefur kröfugerð iðnfélaganna og samningsmarkmið verið lögð fram og rædd. Næsti fundur hefur verið boðaður í byrjun næstu viku.
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar24 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






