Frétt
Innkalla danskar bjórdósir sem geta sprungið
Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Mosaic IPA frá Albani Bryggerierne vegna þess að bjórdósir geta bólgnað og sprungið. Dista ehf. og ÁTVR hafa innkallað bjórinn í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF).
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Albani
Vöruheiti: Mosaic IPA, 330 mL
Best fyrir dagsetning: 11.05.2023
Strikamerki: Á dós: 5741000171387, á kassa með 24 dósum: 5741000156100
Framleiðandi: Albani Bryggerierne, Tværgade 2, 5100 Odense C í Danmörku
Innflytjandi: Dista ehf. Ásbúð 9, 210 Garðabæ
Dreifing: Verslanir ÁTVR
Þau sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðin um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.
Mynd: mast.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
-
Keppni2 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu