Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Kirkjubæjarklaustri
Nýr veitingastaður opnaði á Kirkjubæjarklaustri í júní sem ber heitið Kjarr. Staðurinn býður upp á mat bæði í hádeginu og um kvöldið og er opnunartíminn frá 12 til 22 alla daga.
Það er veglegur matseðill að sjá á heimasíðu Kjarr, en hann inniheldur meðal annars grillaða rauðrófu, nauta carpaccio, pasta og súpur, grillað lamb, bleikju í hádeginu svo fátt eitt sé nefnt. Kvöldmatseðillinn er svipaður og matseðillinn í hádeginu, en þó með nokkra auka rétti, bakaðan ost, sjávarréttarsúpu ofl.
Góð umfjöllun er um staðinn á stjórnsýsluvef Skaftárhrepps, klaustur.is, en þar segir að eigendur Kjarr eru þau Baldvin Lár Benediktsson, Lárus Hilmar Sigurðsson og Vigdís My Diem Vo. Strákarnir unnu lengi í Hörpunni, bæði á Kolabrautinni og í veitingaþjónustunni og svo störfuðu þeir á La Primavera en síðustu tvö ár hefur Baldvin tekið þátt í ævintýri Sælkerabúðarinnar en Lárus starfað í Stálvík sem kom sér vel þegar átti að klæða eldhúsið með stáli.
Vigdís lærði konditor og bakara hjá Sandholtsbakaríi og vann þar í mörg ár. Eftir meistaraskólann starfaði Vigdís hjá ísbúðinni Skúbb og var bakari og konditor á Edition hóteli í Reykjavík.
Mynd: klaustur.is / Roberto
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir








