Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð Bjórhátíð sem hefur líka þróast út í mikla matarhátíð – Myndir
Þá er tíundu Bjórhátíðinni lokið, sem að þessu sinni var haldin í reiðhöll háskólans, Þráarhöll á Hólum í Hjaltadal nú um helgina.
Vel var mætt á hátíðina og voru um 40 bjórar á boðstólnum að þessu sinni. Hátíðin hefur þróast í það að vera líka mikil matarhátíð og á boðstólnum voru pítsur með skagfirsku hráefni, hægeldaður grís, Surf & Turf samloka með skagfirsku hrossakjöti og risarækjum, chorizo pylsur og ærkjötsborgari svo fátt eitt sé nefnt.
Á hátíðinni velja gestir bestu bjórana og í ár varð það bjór frá Brother’s Brewery í Vestmannaeyjum, Baldur Imperial Stout, sem fékk 1. verðlaun.
Tart Coulis súrbjór frá Húsavíkur Öl lenti í öðru sæti og Randy súrbjór frá Böl lenti í þriðja sæti.
Bruggsmiðjan Kaldi fékk svo sérstaka viðurkenningu fyrir besta básinn.
Myndir: facebook / Bjórsetur Íslands
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya














