Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Vel heppnuð Bjórhátíð sem hefur líka þróast út í mikla matarhátíð – Myndir

Birting:

þann

Þá er tíundu Bjórhátíðinni lokið, sem að þessu sinni var haldin í reiðhöll háskólans, Þráarhöll á Hólum í Hjaltadal nú um helgina.

Vel var mætt á hátíðina og voru um 40 bjórar á boðstólnum að þessu sinni. Hátíðin hefur þróast í það að vera líka mikil matarhátíð og á boðstólnum voru pítsur með skagfirsku hráefni, hægeldaður grís, Surf & Turf samloka með skagfirsku hrossakjöti og risarækjum, chorizo pylsur og ærkjötsborgari svo fátt eitt sé nefnt.

Bjórsetur Íslands - Bjórhátíð, haldin í reiðhöll háskólans, Þráarhöll á Hólum í Hjaltadal - 2022

Bjór frá Brother’s Brewery í Vestmannaeyjum, Baldur Imperial Stout, fékk 1. verðlaun.

Á hátíðinni velja gestir bestu bjórana og í ár varð það bjór frá Brother’s Brewery í Vestmannaeyjum, Baldur Imperial Stout, sem fékk 1. verðlaun.

Bjórsetur Íslands - Bjórhátíð, haldin í reiðhöll háskólans, Þráarhöll á Hólum í Hjaltadal - 2022

Tart Coulis súrbjór frá Húsavíkur Öl lenti í öðru sæti

Tart Coulis súrbjór frá Húsavíkur Öl lenti í öðru sæti og Randy súrbjór frá Böl lenti í þriðja sæti.

Bjórsetur Íslands - Bjórhátíð, haldin í reiðhöll háskólans, Þráarhöll á Hólum í Hjaltadal - 2022

Randy súrbjór frá Böl lenti í þriðja sæti.

Bruggsmiðjan Kaldi fékk svo sérstaka viðurkenningu fyrir besta básinn.

Myndir: facebook / Bjórsetur Íslands

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið