Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

AC orðið að félagasamtökum

Birting:

þann

Arctic Challenge skrifaði undir styrktarsamning nú á dögunum við Ekruna.

Arctic Challenge skrifaði undir styrktarsamning nú á dögunum við Ekruna.
F.v. Árni Þór Árnason, Guðmundur Geir Hannesson sölumaður hjá Ekrunni á Akureyri og Alexander Magnússon

Arctic Challenge stóð fyrir skemmtilegri keppni í byrjun árs sem hét Arctic Chef og Arctic Mixologist, en veitingastaðir og barir á Akureyri fengu tækifæri á að senda keppendur, hvort sem það var fyrir matreiðslu- og/eða barhlutann.

Greinilegt að þessi keppni fór vel í veitingageirann því að fullbókað var í keppnina.

Var þetta í fyrsta skiptið sem keppnin var haldin á vegum Arctic Challenge, sem fór fram á Strikinu á Akureyri.

Arctic Challenge er menningarviðburður á Akureyri sem sameinar matreiðslu og kokteilgerð í eina keppni. Veitingastaðir og barir á Akureyri fá tækifæri á að senda keppendur, hvort sem það er fyrir matreiðslu- og/eða barhluta keppni.

Nú á dögunum varð Arctic Challenge formlega virk félagasamtök og einn af aðalstyrkaraðilum er heildsalan Ekran.

Arctic Challenge mun standa fyrir keppnum, námskeiðum og sérstökum dinnerum svo fátt sé nefnt í samvinnu við ýmsa veitingastaði.

Forsprakkar Arctic Challenge eru Árni Þór Árnason matreiðslumaður og Alexander Magnússon framreiðslumeistari.

Facebook: Arctic Challenge

Instagram: Arctic Challenge

Arctic Challenge fréttayfirlit hér.

Mynd: facebook / Arctic Challenge

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið