Uppskriftir
Lúxus mexíkósk kjúklingasúpa
Hér er mín útgáfa af uppáhalds súpu landsmanna.
Við höfum öll fengið mexíkóska kjúklingasúpu ótal oft í fermingum og afmælum, enda algjör „crowd pleaser“. Mér þykir best að nota temmilega sterka salsa sósu í súpuna ásamt smá chipotle mauki, en það má að sjálfsögðu nota milda salsa og sleppa chipotle maukinu ef þú vilt mildari og barnvænni súpu.
Fyrir 4
Innihald:
Kjúklingalæri skinn & beinlaus, 600 g
Mexíkóveisla, 1 msk / Pottagaldrar
Rauðlaukur, 1 stk
Paprika rauð, 1 stk
Tómatpúrra, 4 msk
Taco krydd, 4 msk / Santa Maria
Kjúklingateningur, 1-1,5stk / Kallo
Hvítlauksduft, 2 tsk
Niðursoðnir tómatar, 400 g
Salsa sósa, 250 ml
Chipotle mauk, 2 tsk / Santa Maria – Má sleppa
Rifinn ostur, 90 g
Nachos, 100 g
Sýrður rjómi 18%, 120 ml
Lárpera, 2 stk
Kóríander, 10 g
Philadelphia rjómaostur , 150 g
Aðferð:
- Setjið kjúklingalæri í skál með olíu, Mexíkóveislu og 2 tsk af flögusalti. Blandið vel saman og látið marinerast í 30 mín.
- Forhitið ofn í 180°C með blæstri. Raðið kjúklingalærum á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 30-35 mín.
- Saxið papriku og rauðlauk (geymið smá til að toppa súpuna með). Hitið smá olíu í potti og steikið papriku og rauðlauk við miðlungshita þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið tómatpúrru, taco kryddi, kjúklingatening og hvítlauksdufti út í og steikið í 1-2 mín. Bætið salsa sósu, chipotle mauki, niðursoðnum tómötum og 1 líter af vatni út í. Hrærið vel saman og látið malla með loki í um 15 mín. Smakkið til með meiri kjúklingakraft ef þarf.
- Bætið rjómaost út í pottinn og látið malla við vægan hita í um 5-10 mín og hrærið vandlega. Smakkið súpuna til með salti og pipar ef þess þarf. Notið tvo gaffla til þess að rífa kjúklingalærin í sundur og bætið út í súpuna.
- Skerið lárperu í bita og saxið kóríander eftir smekk. Toppið súpuna með rifnum osti, kóríander, rauðlauk, lárperu og nachos flögum.
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana