Markaðurinn
Stærsta Negroni vika frá upphafi
Negroni vikan fór fram 13.-19. september og safnaði í ár fyrir Römpum upp Reykjavík en ágóði af Negroni sölunni rann til þessa mikilvæga málefnis að byggja 100 rampa á einu ári til að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða í miðborginni.
Á fimmtudaginn s.l. var Römpum upp Reykjavík afhentur 150 þúsund króna styrkur en Negroni vikan er góðgerðarátak á sama tíma um allan heim. Metþátttaka var í ár en 20 staðir tóku þátt í Negroni vikunni og safnaðist töluvert meira fé en áður.
Erlendis gerðu 7 heimsþekktir barþjónar tilbrigði við hinn klassíska Negroni og hér heima leituðum við til þriggja af okkar bestu barþjónum sem tóku boðinu fagnandi og gerðu tilraunir með tilbrigði við klassískan Negroni en það voru Sævar yfirbarþjónn á Fjallkonunni, Alana yfirbarþjónn á Héðni og svo Ívan Svanur sem rekur Kokteilaskólann.
Þau prufuðu alls kyns aðferðir og ýmis tilbrigði s.s að eima, reykja og freyða Negroni og notuðu alls kyns tegundir af ginum og vermúðum en ómissandi þungamiðjan í Negroni er hinn fagurrauði Campari.
Negroni er skv. Drinks International annar mest seldi klassíski kokteill heims 7. árið í röð. Negroni er ókrýndur höfuðdrykkur barþjóna og þegar barþjónar hittast þá er ósjaldan skálað í Negroni en árlega er heil vika tileinkuð þessum göruga drykk til styrktar góðu málefni.
Punkturinn yfir i-ið er góður klaki og Klakavinnslan gaf sína vinnu og fór með sendingu af handskornum gæðaklaka á alla staðina barirnir gætu gert undurfagran Negroni og gæða upplifun. Meðal veitingastaða sem tóku þátt voru Miami, Héðinn, Veður, Enski barinn, Irishman, Apótekið, Kaldi, Fjallkonan og Petersen svítan.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana