Viðtöl, örfréttir & frumraun
Skellti í Argentínu hvítlaukssósu í miðri keyrslu
„Meistarinn sjálfur að búa til Argentínu hvítlaukssósu. Nýbakað sykurlaust brauð með hvítlaukssósu er geggjað “combo”.
Þessi facebook færsla var birt á Finnsson Bistro með meðfylgjandi mynd af Óskari Finnsyni matreiðslumeistara, en hann skellti í þessa frægu hvítlaukssósu í miðri keyrslu.
Eins og þekkt er, þá bauð Óskar upp á þessa frægu hvítlaukssósu þegar hann rak veitingastaðinn Argentínu hér á árum áður.
„Ég geri hana með tilfinningunni ekki vigtinni, þangað til ég finn Argentínu bragðið.“
Sagði Óskar í samtali við veitingageirinn.is, en hann var staddur á Seyðisfirði þegar við heyrðum í honum, en þar fór fram 40 ára fermingarafmæli í hans árgangi. Óskar er fæddur á Seyðisfirði árið 1967. Hann ólst þar upp til 16 ára aldurs, en fór þá suður til að nema matreiðslu.
Fermingarafmælið var haldið í félagsheimilinu á Seyðisfirði og að sjálfsögðu sá Óskar um að eldamennskuna með góðum vinum.
„Mjög góðar móttökur og miklu meira en við þorðum að vona,“
sagði Óskar aðspurður um hvernig gengið hefur verið á Finnsson Bistro frá formlegri opnun veitingastaðarins.
Sjá einnig:
Finnsson Bistro opnar formlega í dag – Sjáðu fyrir og eftir myndir
Fleiri fréttir: Finnsson Bistro
Mynd: facebook / Finnsson Bistro
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Keppni5 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matvís jólaballið verður 8. desember