Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr formaður LABAK er Hafliði Ragnarsson hjá Mosfellsbakaríi

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurjón Héðinsson, Hafliði Ragnarsson, formaður, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Almar Þór Þorgeirsson, Davíð Þór Vilhjálmsson og Steinþór Jónsson. Á myndina vantar Róbert Óttarsson.
Ný stjórn Landssambands bakarameistara, LABAK, var kosin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var á Hótel Grímsborgum um síðastliðna helgi. Sigurbjörg Sigþórsdóttir ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður en hún hefur gengt því hlutverki frá því í september á síðasta ári. Nýr formaður LABAK er Hafliði Ragnarsson hjá Mosfellsbakaríi, að því er fram kemur á heimasíðu LABAK.
Sigurbjörg var kvödd með virktum og henni þakkað óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Stjórn Landssambands bakarameistara skipa þau Almar Þór Þorgeirsson, Davíð Þór Vilhjálmsson, Róbert Óttarsson og Sigurbjörg Sigþórsdóttir. Varamenn í stjórn eru þeir Sigurjón Héðinsson og Steinþór Jónsson.
Mynd: labak.is
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn1 dagur síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup





