Vertu memm

Keppni

Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021 – Myndir

Birting:

þann

Vínþjónn ársins 2021 - Anna Rodyukova, Guðmundur Jónsson, Manuel Schembri, Ólíver Goði Dýrfjörð, Peter Hansen, Styrmir Bjarki Smárason

Keppendur

Nú er nýlokin keppnin um Vínþjónn ársins 2021, sem má nú líka kalla Íslandsmeistaramót Vínþjóna sem fram fór á Brass Kitchen & Bar.

Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021

Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021

Manuel Schembri stóð uppi sem sigurvegari eftir langan og stembinn dag þar sem keppendur glímdu við skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á léttvíni og staðfestingu á sterk víni ásamt umhellingu, kampavíns serveringu, matar og vínpörun, leiðréttingu vínlista og svo munnlegu blindsmakki af léttu og sterku, öll keppnin fór fram á ensku.

Peter Hansen lenti í öðru sæti og Anna Rodyukova í því þriðja.

Nýkrýndur Íslandsmeistari mun hljóta styrk frá Vínþjónasamtökunum uppá 250.000 til að nýta í áframhaldandi menntun á vegum WSET eða CMS /ASI, ásamt að keppa fyrir Ísland á evrópumóti vínþjóna á Kýpur í nóvember.

Keppendur voru:

  • Anna Rodyukova
  • Guðmundur Jónsson
  • Manuel Schembri
  • Ólíver Goði Dýrfjörð
  • Peter Hansen
  • Styrmir Bjarki Smárason

Dómarar voru:

  • Alba E. H. Hough
  • Ástþór Sigurvinsson
  • Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Vínþjónasamtökin óskar öllum keppendum til hamingju með árangurinn og Brass Kitchen & bar kærlega fyrir að lána sér aðstöðu og frábæra þjónustu, takk Palli og Lillian.

Ertu búin/n að skrá þig í Vínþjónasamtökin?

Nýir meðlimir geta skráð sig í Vínþjónasamtökin með því að senda fullt nafn og kennitölu í tölvupóst á [email protected]

Árgjald Vínþjónasamtakanna er 4.800.-

Innifalið í gjaldinu eru 3 vínsmökk á ári þar sem farið verður ítarlega í tæknina á bak við blindsmakk. Einnig fá meðlimir 50% afslátt af árskorti á SommNinja appinu hér.

Fleiri fréttir um keppnina hér.

Myndir: aðsendar

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið