Frétt
Góðgerðarpizza Dominos og Hrefnu Sætran komin í sölu
Sala á Góðgerðarpizzunni 2020 í samstarfi við meistarakokkinn Hrefnu Sætran hefst í dag hjá Domino´s, en samstarfið hófst 2013 svo þetta er í áttunda skipti sem boðið er upp á Góðgerðarpizzuna hjá Domino‘s.
Á pizzunni er klassíska pepperoni, paprika, salatostur, rauðlaukur, léttþurrkaðir tómatar og gómsætt basilpestó.
Hægt er að aðlaga pizzuna að sínum þörfum á vefnum dominos.is. Nú fylgir einnig 2l Coke með öllum Góðgerðarpizzum.
Öll sala rennur beint til Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða fyrir 18 ára og eldri ásamt því að veita aðstandendum stuðning. Símaþjónusta Píeta hófst 1. júlí 2020, en þá var opnað fyrir símaþjónustu allan sólarhringinn í tilraunaskyni. Fljótt varð ljóst að þörfin fyrir þjónustuna var gríðarlega mikil en sérþjálfað starfsfólk frá Píeta samtökunum skiptist á símavöktum. Einstaklingar sem glíma við sjálfsskaðandi hegðun eða eru í sjálfsvígshættu geta þurft á stuðningi að halda hvenær sem er sólarhringsins og er því gríðarlega mikilvægt að hægt sé að halda þjónustunni opinni áfram.
Þið getið haft áhrif og keypt Góðgerðarpizzuna hér.
Mynd: dominos.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
-
Keppni2 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn