Vertu memm

Markaðurinn

Nýtt sterkt hveiti frá Kornax – Manitoba nýtist vel í súrdeigsbakstur

Birting:

þann

Nýtt sterkt hveiti frá Kornax - Manitoba nýtist vel í súrdeigsbakstur

Undanfarna mánuði hafa matvæla og gæðasvið Líflands/Kornax staðið í ströngu við að þróa nýtt sterkt hveiti sem nýtist vel í súrdeigsbakstur og annan bakstur þar sem þörf er á sterku hveiti.

Við heyrðum í Jóhannesi Frey Baldurssyni, deildarstjóra matvælasviðs Líflands/Kornax og spurðum hann út í hvers vegna farið var í að framleiða þetta nýja hveiti?

„Við erum í sífelldri þróun með hveitið okkar og reynum að fylgjast vel með því sem er að gerast á markaðnum, til þess að geta mætt þörfum viðskiptavina okkar.

Við höfum séð að súrdeigsbakstur hefur verið að færast í vöxt í bakaríum og að sama skapi hefur eftirspurn eftir sterkara hveiti aukist til þess að mæta þeim þörfum sem góður súrdeigsbakstur krefst.

Við höfðum áhuga á að taka þátt í þessari þróun með viðskiptavinum okkar og úr varð að setja á markaðinn þetta nýja hveiti sem heitir Kornax Manitoba. Þetta sterka hveiti uppfyllir alþjóðlega gæðastaðla sem Manitoba hveitið er þekkt fyrir og er nú komið á lager hjá okkur í 25 kg. pokum til þess að byrja með.

Hugmyndin er síðan að koma þessu inn á neytendamarkaðinn líka þegar fram líða stundir þar sem brauðabakstur í heimahúsum hefur aukist gríðarlega að undaförnu og margir farnir að reyna sig við súrdeigsbaksturinn“

segir Jóhannes.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið