Vertu memm

Markaðurinn

Gleðilegan Ostóber!

Birting:

þann

Ostober 2020

Upp er runninn október en þriðja árið í röð heldur Mjólkursamsalan mánuðinn hátíðlegan undir yfirskriftinni Ostóber – tími til að njóta osta. Ostóber er tími til að fagna gæðum og fjölbreytileika í íslenskri ostagerð og vill MS með þessu framtaki hvetja landsmenn til borða sína uppáhaldsosta, smakka nýja og prófa sig áfram með ostana í matargerð. Hvað er betra en að hafa það huggulegt heima í skammdeginu, kveikja á kertum og gæða sér á íslensku ostagóðgæti?

Á gottimatinn.is er að finna heilan hafsjó af uppskriftum þar sem íslenskir ostar koma við sögu og ber þar hæst að nefna uppskriftir með Óðalsostum, Dalaostum, rjómaostum og rifnum ostum, en nýverið bættust í safnið uppskriftir sem innihalda Goðdala ostana Feyki, Gretti og Reyki sem eru sælkeraostar úr Skagafirði. Það mun allt iða af lífi á samfélagsmiðlum og geta heppnir fylgjendur Gott í matinn á Facebook tekið þátt í laufléttum leik og unnið veglegar gjafakörfur með úrvali af íslenskum ostum frá MS.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með á næstunni þegar við kynnum sérstaka Ostóber osta sem framleiddir voru sérstaklega fyrir þetta tilefni en þangað til er upplagt að byrja hátíðarhöldin á spennandi uppskrift að ostaídýfu þar sem Óðalsostarnir Cheddar og Búri eru í aðalhlutverkum.

Heit ostaídýfa með Cheddar og Búra

Heit ostaídýfa með Cheddar og Búra

Heit ostaídýfa með Cheddar og Búra

1 msk. ólífuolía
1 laukur
1 rauð paprika
½ græn paprika
Jalepeno pipar, magn eftir smekk
200 g hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
300 g Cheddar
150 g Búri
1-2 dl mjólk, magn eftir smekk
Salt og pipar, magn eftir smekk
Kóríander, magn eftir smekk
Nachos flögur

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu eða í potti.
  2. Skerið niður lauk, paprikur og jalepeno afar smátt og steikið upp úr olíunni í 1 – 2 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn glær og mjúkur í gegn.
  3. Bætið rjómaostinum saman við og hrærið.
  4. Rífið niður Cheddar og Búra og bætið út í pottinn, hrærið stöðugt og bætið mjólk smám saman við eða þar til þið eruð ánægð með þykktina á ídýfunni.
  5. Bragbætið ídýfuna með salti og pipar.
  6. Skerið niður kóríander og dreifið yfir í lokin og berið fram með nachosflögum.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið