Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýtt áhugavert fyrirtæki á markaðinn – Issi: „Ég stofnaði þetta fyrirtæki í kringum Covid 19“
Nú á dögunum stofnaði framreiðslu-, og matreiðslumeistarinn Jóhann Issi Hallgrímsson nýtt fyrirtæki sem sérhæfir í færanlegum handþvottastöðvum.
Fyrirtækið heitir Vaska og býður upp á tvær gerðir af færanlegum handþvottastöðvum, sem eru:
Stærri stöðin kemur með:
Fjórum snúningshjólum með bremsum
Fjórum ryðfríum stálvöskum með snertilausri virkni
Fjórum hnéhnöppum fyrir vatn
Fjórum handþurrkuskömmturum
Fjórum sápuskömmturum
Tengi fyrir vatnsinntak og affall
Minni stöðin kemur með:
Fjórum snúningshjólum, tveimur með bremsum
Ryðfríum stálvaski með snertilausri virkni
Fótstigi fyrir vatn
20 lítra tanki fyrir hreint vatn
40 lítra tanki fyrir affallsvatn
Handþurrkuskammtara (tork)
Sápuskammtara
Hurð með lás
Hægt er að nálgast allar upplýsingar á vefslóðinni www.vaska.is.
„Það hafa margir haft samband með fyrirspurnir ofl. þá sérstaklega stofnanir. Einnig mun ég á næsta ári vera með útleigu á færanlegum einingum sem munu henta hverjum þeim sem vilja vera með kynningar t.d. í verslunum, eða hreinlega sölubás með möguleika að hita eða kæla.“
Sagði Jóhann Issi í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um viðtökurnar.
Fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi
Í vikunni tók Magnús þórisson matreiðslumeistari og eigandi matsölustaðarins Réttarins í Reykjanesbæ, við tveimur stöðvum og var þar með fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi til að taka í notkun færanlega handþvottastöð.
„Færanlegu handþvottastöðvarnar frá Vaska.is eru frábær lausn fyrir fyrirtæki sem þurfa að taka á móti mörgum gestum á stuttum tíma og þar sem fyllsta hreinlætis og sótthreinsunnar þarf að gæta að. Þetta kom gríðarlega vel út á fyrsta degi og viðskiptavinirnir ánægðir með þetta framtak.“
Sagði Magnús þórisson.
„Mér finnst glatað að þurfa fara á salerni á veitingastað bara til að þvo mér um hendurnar. Ég stofnaði þetta fyrirtæki í kringum Covid 19“.
Sagði Jóhann Issi að lokum.
Myndir: facebook / Vaska
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt5 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Veitingarýni12 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro