Starfsmannavelta
Hannes Boy lokar eftir sumaropnunina
Í sumar var veitingastaðurinn Hannes Boy á Siglufirði með breyttu sniði þar sem honum var breytt í kaffi/ísbúð og voru margir gestir ánægðir með þessa breytingu.
Sjá einnig:
Veitingastaðirnir Kaffi Rauðka og Hannes boy á Siglufirði opnuðu í byrjun sumar en þeir höfðu þá verið lokaðir yfir síðastliðinn vetur. Ekki hefur verið gefin út tilkynning frá Kaffi Rauðku með áframhaldandi starfsemi.
Í boði á Hannes Boy voru margar tegundir af ís, bananasplit, vöfflur, heitt súkkulaði, espresso kaffi og margt fleira. Í fyrstu var opnunartíminn frá klukkan 12:00 til 20:00 alla daga, sem síðar var breytt í fimmtu-, föstu-, laugar-, og sunnudag frá klukkan 12:00 til 17:00.
Í dag sunnudaginn 9. ágúst er síðasti opnunardagur sumarsins hjá Hannes Boy.
Myndir: facebook / Hannes Boy

-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata