Keppni
Íslandsmót vínþjóna 2020 – Skráning hafin
Miðvikudaginn 26. ágúst næstkomandi fer fram Íslandsmót vínþjóna. Auk þess að þreyta skriflegt próf, þurfa keppendur að blindsmakka og greina vín, geta sýnt rétta meðhöndlun mismunandi víntegunda (s.s. umhellingu léttvíns og/eða opnun kampavíns) og skila vínpörun með matseðli.
Prófið og keppnin fer fram á ensku. Sú/sá sem fer með sigur af hólmi hlýtur titillinn Vínþjónn Íslands og mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti Vínþjóna sem fram fer á Íslandi í ár, sem og á Evrópumóti vínþjóna sem haldið verður á Kýpur í nóvember.
Viku fyrir Íslandsmótið, miðvikudaginn 19. ágúst, bjóða Vínþjónasamtök Íslands uppá frían fyrirlestur og kynningarfund þar sem Alba E. H. Hough, margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna og Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, núverandi Íslandsmeistari, bjóða væntanlegum keppendum og öðrum áhugasömum upp á tækifæri til að kynna sér og fara ítarlega yfir keppnisaðferðir og reglur.
Skráning og fyrirspurnir sendist forseta vínþjónasamtakanna, á netfangið: [email protected]
Staðsetning verður auglýst síðar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






