Keppni
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2020 – fyrri partur
Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2020 sem var er undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.490 kr til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til í þessa keppni. Í þessum fyrri parti voru vín frá suður við miðbaug tekinn fyrir ásamt Norður Ameríku ásamt sérstökum rósavínsflokki, en þar var ekkert verðþak og máttu vínin koma hvaðan sem er úr heiminum, þurftu bara vera árgangsmerkt.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Grand Hótel 7. júní sl. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir aðstoðina, svo viljum við sérstakalega þakka Ásmundi á Grand Hóteli fyrir að veita okkur fyrsta flokks aðstöðu með mjög stuttum fyrirvara.
Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.
6 hvítvín ( tvö voru hnífjöfn ), 10 rauðvín og 4 rósavín hlutu Gyllta glasið 2020 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavínin
Hvítvín:
J. Lohr Cardonnay 2018
Peter Lehmann Portrait Riesling Eden Valley 2017
Beringer Founder’s Estate Chardonnay 2016
Chateau Ste Michelle Riesling 2018
Saint Clair Vicar’s Choice Riesling 2016
Beringer Napa Valley Chardonnay 2015
Rauðvín:
Trivento Golden Reserve Malbec 2018
Hess Select North Coast Cabernet Sauvignon 2016
Thelema Mountain Shiraz 2015
Emiliana Coyam 2017
Peter Lehmann The Barossan Shiraz 2018
Trapiche Gran Medalla Malbec 2016
Alamos Malbec 2018
Trapiche Perfiles Malbec 2018
Matua Valley Pinot Noir 2018
Brancott Pinot Noir 2016
Rósavín:
La Baume Pinot Noir Rosé 2019
Cameleon Pink Shiraz 2018
Tommasi Baciorosa 2019
Stemmari Rosé 2019
Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.
f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Tolli
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana