Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Litli Mosi opnar í dag – Mosa hjónin opna nýjan veitingastað á Hótel Akureyri
Veitingahjónin Ingi Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin á Akureyri hafa haft í nógu snúast s.l. vikur. Þau opnuðu matarvagninn Mosi Streetfood 1. maí í smá prufukeyrslu og einnig nú um helgina 8. til 10 maí.
„Þessar helgar fóru fram úr öllum væntingum.“
sagði Ingi Þór í samtali við veitingageirinn.is.
Matseðlar frá s.l. prufuhelgi:
Matarvagninn opnar formlega í dag og er hann staðsettur við Torfunesbryggju á Akureyri.
Nýr veitingastaður opnar á Hótel Akureyri
Ingi Þór og Nikolina stefna á að opna nýjan veitingastað á Hótel Akureyri.
„Staðurinn mun bera nafnið MOSI – streetfood og verður sama matargerð, streetfood fílingur, með smá fine dining fusion, en vagninn fær nafnið Litli Mosi.“
Sagði Ingi Þór.
Það hefur enginn veitingastaður verið starfræktur á Hótel Akureyri í um 10 ár, en veitingasalurinn hefur einungis verið notaður undir morgunverð.
MOSI – streetfood á Hótel Akureyri verður opinn frá klukkan 07:00 til 11:00 og 17:00 – 23:00 og tekur staðurinn um 40 manns í sæti.
Matseðillinn er á lokaskrefunum og gæti breyst eitthvað lítillega, en hann er virkilega girnilegur að sjá:
Barsnakk
Ólífur.
Harðfiskur með þeyttu smjöri.
Ostastangir.
Smærri réttir
Bleikja – piparrótarfroða og dill.
Arancini – spicy mayo.
Hummus – Chips.
Sticky wings – pikklað chilli.
Brokkolí wings – spicy mayo og pikklað chilli.
Dirty franskar – cheddar, beikon og chilli
Stærri réttir
Taco – pulled pork, sýrt hvítkál, mayo ponzu, vorlaukur og epli.
Taco – Rifin önd, sambal, sýrt hvítkál, mayo ponzu, vorlaukur og epli.
Taco – Blómkál, sýrt hvítkál, vegan ponzu, vorlaukur og epli.
Marokkóskur kjúklingur – borinn fram á naan brauði með hrísgrjónum, eplachutney og mayo.
Lambarifjur – tómat pesto, parmesan og poppaðar linsubaunir.
Burek – Fyllt smjördeig með spínati,fetaost og blaðlauk,borið fram með jógúrti.
Eftirréttir
Fylltar kleinur.
Ostaköku cremebrulée.
Tvöfalt súkkulaði.
Brunchfast
Danicado – Avacado toast með feta osti, ruccola og olífuolíu.
Djöfla egg – borið fram með salati.
Brushette – hummus, ruccola , ristaðar möndlur og ólífuolía.
Eggjabrauð – borið fram með salati.
AB – Jógúrt með jarðaberjagraut og höfrum borið fram með ávaxtasalati.
Beygla – reyktur lax, rjómaostur og piparrót.
Gestir fá t.a.m. einnota hanska, svo hægt sé að njóta almennilega að borða streetfood með höndunum.
Er langþráður draumur að rætast hjá ykkur að opna veitingastað?
„Við myndum segja að þetta væri mjög langþráður draumur að rætast og við höfum bæjarbúum Akureyrar að þakka fyrir að þetta sé mögulegt, án þeirra frábæru móttökum væri þetta ekki hægt.“
Sagði Ingi Þór að lokum.
Við óskum Inga og Nikolinu innilega til hamingju, bæði með matarvagninn og veitingastaðinn.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur