Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Einn háþróaðasti veitingastaður heims opnar á Hafnartorgi – Róbotar sjá um að hrista kokteila
Einn tæknilega fullkomnasti bar heims opnaði um helgina í Hafnartorgi. Róbotar sjá um að hrista kokteila, þrívíddarprentaður matur er á boðstólum og hvert borð er með sérstakt hljóðkerfi, að því er fram kemur á mbl.is.
Staðurinn heitir ICE+FRIES Glacierfire og er staðsettur við Hafnartorg í Reykjavík. Boðið er upp á fjölmarga kokteila ásamt ýmsum léttum réttum.
Eigandi er Íslandsvinurinn Priyesh Patel sem stefnir á að opna fleiri staði víðsvegar um heiminn á næstunni. Í frétt í Morgunblaðinu segir að meira en 2 milljónum Bandaríkjadollara hefur verið varið í undirbúningsvinnu fyrir verkefnið en róbotarnir, sem hafa fengið nöfnin Ragnar og Flóki, geta hrist 150 kokteila á klukkustund.
Franskar kartöflur með súkkulaðiköku og súkkulaðisósu
Réttirnir á matseðlinum eru í Street Food stíl með frönskum kartöflum, frambornar með ýmsu meðlæti, reyktum lax, kjúkling, naut, súkkulaðiköku og súkkulaðisósu svo fátt eitt sé nefnt. Sjá matseðil hér.
Eftirréttir eru fáir eða súkkulaðisjeik með strákartöflum og Sorbet sem heitir „Black Blóð“.
Drykkjarseðillinn er stór, en hann inniheldur skot, bjór, sterka drykki og yfir 100 tegundir af kokteilum sem að róbotarnir Floki & Ragnar framleiða.
Vídeó:
ICE+FRIES – Robotic Bar by Glacierfire.Come try out our gourmet fries and over 135 drinks made by robots!Amazing…
Posted by GlacierFire on Wednesday, April 22, 2020
Viðtal við Priyesh
Myndir: glacierfire.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
-
Keppni2 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn