Vertu memm

Freisting

Óskað eftir upplýsingum um eigendur þegar sótt er um veitingaleyfi

Birting:

þann

Undanfarin misseri hefur verið gengið hart eftir því við þá aðila, sem sækja um veitingaleyfi, að þeir skili inn til lögreglu fjölda vottorða um persónulega hagi stjórnenda, eigenda og stjórnarmanna fyrirtækisins sem sækir um leyfið. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins.

Þar kemur fram, að nýverið stóð forstjóri Kaffitárs og einn eigenda, Aðalheiður Héðinsdóttir, frammi fyrir því að sækja um veitingaleyfi fyrir kaffihús sem fyrirtæki hennar hugðist opna undir merkjum Kaffitárs auk viðbótarleyfis vegna annars kaffihúss fyrirtækisins.

Fyrir var félagið með þrjú önnur kaffihús í rekstri, öll með veitingaleyfi, en samkvæmt reglum lögreglu lá fyrir að biðja enn á ný alla stjórnarmenn og meðeigendur um fjölda vottorða um sína persónulegu hagi, til að fá veitingaleyfi fyrir nýju staðina. Alls 35 vottorð um ólíklegustu efni frá fimm manna stjórn! Annars hefði hún ekki fengið leyfið, að því er segir í fréttabréfi SA.

„Eftir að hafa ráðfært sig við Samtök atvinnulífsins var ákveðið að SA myndu láta reyna á einfaldari framkvæmd við veitingu veitingaleyfanna. Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur SA, segir að við athugun hafi komið í ljós, að krafan um vottorðabunkann hafa hvorki átt sér beina stoð í lögum né reglugerð. Kröfur um svo viðamikla framlagningu gagna, án tillits til aðstæðna og hvort ástæða sé til að ætla að neita eigi um leyfi, séu afar íþyngjandi og samræmist ekki meðalhófsreglu sem stjórnvöld séu bundin af. Þá feli þetta í sér mismunun milli atvinnugreina. SA leggja áherslu á að ekki sé krafist gagna umfram það sem nauðsyn ber til í hverju tilviki.

Skemmst er frá því að segja að lögreglustjóraembættið í Reykjavík féllst í reynd á sjónarmið SA og veitti Kaffitári veitingaleyfi án þess að skilað væri inn fyrrgreindum vottorðum. Í stað þess skiluðu aðstandendur fyrirtækisins og stjórnarmenn inn sameiginlegri yfirlýsingu um að þeir uppfylltu öll skilyrði fyrir umsókn um veitingaleyfi og að þeir heimiluðu að viðeigandi upplýsingar yrðu sannreyndar ef á þyrfti að halda.

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, fagnar þessari afgreiðslu og segist trúa því að hún hafi fordæmisgildi í öðrum lögregluembættum. Breytingin sé í samræmi við yfirlýst markmið um „einfaldara Ísland“ og eigi vonandi eftir að nýtast fleiri fyrirtækjum. „Þetta er frábært,“ segir hún og ítrekar að fyrri framkvæmd hafi verið íþyngjandi fyrir veitingageirann og hafi falið í sér mismunun á milli atvinnugreina þar sem engar viðlíka kvaðir hafa til að mynda verið lagðar á þá sem eru að reka verslanir,“ að því er segir í fréttabréfi SA.

Greint frá í Morgunblaðinu

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið