Viðtöl, örfréttir & frumraun
Notar tækifærið í Covid-19 ástandinu og tekur veitingastaðinn í gegn
„Æ það þýðir ekkert að væla, getum ekkert gert nema kannski að taka til hjá okkur og fínpússa“
sagði Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari á Höfninni í samtali við veitingageirinn.is.
Veitingahjónin Brynjar Eymundsson og Elsa Guðmundsdóttir eru að gera staðinn sem nýjan þessa daga og sjá tækifærin í hillingum þó lokað sé og sumarið ekkert sérlega vel útlítandi. Bjartsýnin og brjálæðið, bestu vopnin, segja þau.
Höfnin er 10 ára um þessar mundir og sagði Brynjar að það hafi svo sem ekki verið gæfulegt ástandið 10. apríl 2010 þegar þau fengu afhentan þennan ”slorkofa” gluggalausan án rafmagns og hita en af stað var farið og allt teiknað eftir á, tók aðeins 5 vikur að klára, akkúrat meðan Eyjafjallajökull gaus. Reyndar þurftu þau að bíða óþolinmóð í 2 vikur til að mega opna 28. maí, skrítnir tímar þá eins og nú þó alvarlegri séu á heimsvísu.
„Vorum búin að kortleggja lagfæringar innanhúss fyrir þessi ósköp og ákváðum svo að kýla á þær með engum fyrirvara þegar allt stoppaði og njótum þar velvildar og ótrúlegrar hjálpsemi af hálfu fagmanna þar sem þeir eru og ekki síst okkar frábæra starfsfólks sem virðir af bestu getu fjarlægðarmörkin og koma eitt til tvö í einu og pússa stóla og lakka, mála veggi og annast stórþrif í skertu starfshlutfalli, aðgerð stjórnvalda sem hjálpar mikið við þessar aðstæður.
Samhliða þessu erum við líka að sinna heimsendingum á nokkrum af okkar vönduðu og klassísku réttum því við erum með aðstöðu á tveim stöðum og hægt um vik að skipta okkur. Tökum einn dag í einu og sjáum til hvort við byrjum að opna kannski hádegin eftir páska með þeim takmörkunum sem í gildi eru en við eigum mikið af fastakúnnum á þeim tíma, annars bara allt á fullt þegar við megum, hlýðum og bíðum.
Við ætlum að standa í lappirnar að þessu loknu segja þau hjón Elsa og Brynjar á Höfninni.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana