Frétt
Matarvagnar ferðast um borgina – „Mathöll á hjólum“
Nú í ljósi þess að það er samkomubann næstu vikurnar, þá er mikil ásókn í “takeaway” og “delivery“ þessa dagana hjá veitingastöðum landsins.
Reykjavík Street Food verða með nýbreytni þar sem matarvagnar verða staðsettir inní hverfunum næstu helgar og vikur meðan þetta óvissu ástand stendur yfir.
Stefnan hjá Reykjavík Street Food er að matarvagnar verða á stórum bílastæðum, þar sem gestir geta komið á bílum sínum keyrt beint upp að vögnunum, og tekið matinn með sér. Gestir geta líka pantað á netinu hjá viðkomandi vagni og sótt á tilteknum tíma nú eða hringt.
Einnig er í vinnslu með möguleika á að vera með útkeyrslu (delivery) frá matarvögnunum.
Ferðast verður um helstu hverfin á stór Reykjavíkursvæðinu, með matarvagna og verða staðsetningar auglýstar sérstaklega á instagram og facebook síðu Reykjavik Street Food.
Það sem er framundan um helgina er:
Föstudagur: Skeifan (bílastæðið við hliðina á Rúmfata lagernum) – Frá kl 17 til 20.
Laugardagur: Skeifan (bílastæðið við hliðina á Rúmfata lagernum) – Frá kl 12 til 20.
Sunnudagur: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ – Frá kl 12 til 18.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum