Markaðurinn
Tælensk súpa og ciabattabrauð á vikutilboði hjá Ásbirni
Vörur vikunnar að þessu sinni eru 100% Thai grænmetissúpa og dökk ciabatta smábrauð.
Thai-súpan frá Knorr er bragðmikil og ljúffeng thailensk grænmetissúpa sem er byggð á tómatgrunni og full af grænmeti, kryddjurtum og kókos. Súpuna þarf aðeins að hita upp og þá er hún tilbúin til framreiðslu. Thai-súpan er án allra dýraafurða og hentar því einnig fyrir þá sem eru vegan og grænmetisætur. Í hverjum kassa eru 4×2,4 lítrar af súpu og í þessari viku kostar kassinn aðeins 6.354 kr. eða 662 krónur pr. líter.
Ciabatta smábrauðin frá Mantinga eru 35 gr hvert. Þau eru með stökka skorpu en lungamjúk innan í og henta sérlega vel með súpum, pottréttum eða því sem hugurinn girnist. Ciabatta brauðin koma 100 saman í kassa og fæst kassinn nú á einungis 1.950 krónur sem gera 19,5 krónur á hvert brauð.
Endilega hafið samband við söludeild í síma 414-1150, ykkar sölumann eða á [email protected] fyrir frekari upplýsingar. Einnig minnum við á vefverslunina, www.asbjorn.is
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






