Starfsmannavelta
Hópur Íslendinga kaupa Íslendingahótelið í austurrísku Ölpunum
Nýr hópur Íslendinga hefur keypt hið svokallaða Íslendingahótel í austurrísku Ölpunum. Hótelið hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í gegnum tíðina en rekstur þess hefur verið í höndum Íslendinga í fimmtán ár. Nýir eigendur hlakka til að gera hótelið að sínu og stefna á að taka við fyrstu gestunum fyrir jól.
Hótelið heitir Skihotel Speiereck og er í bænum St. Michael im Lungau í landi Salzburgar í Austurríki. Guðvarður Gíslason, sem rekur Petersen-svítuna og Gamla bíó hér heima, stendur að rekstrinum ásamt félögum sínum, Árna Rúdolfi Rúdolfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni.
„Við erum að kaupa húseign sem hefur verið hótel og erum að taka við því þessa dagana. Við erum að laga til og gera allt saman gott áður en við fáum fyrstu gestina sem byrja að koma 19. desember,“
segir Guðvarður, sem nú er staddur úti í Austurríki að undirbúa opnunina, í samtali við Vísi sem fjallar nánar um kaupin hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Frétt1 dagur síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða