Starfsmannavelta
Hópur Íslendinga kaupa Íslendingahótelið í austurrísku Ölpunum
Nýr hópur Íslendinga hefur keypt hið svokallaða Íslendingahótel í austurrísku Ölpunum. Hótelið hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í gegnum tíðina en rekstur þess hefur verið í höndum Íslendinga í fimmtán ár. Nýir eigendur hlakka til að gera hótelið að sínu og stefna á að taka við fyrstu gestunum fyrir jól.
Hótelið heitir Skihotel Speiereck og er í bænum St. Michael im Lungau í landi Salzburgar í Austurríki. Guðvarður Gíslason, sem rekur Petersen-svítuna og Gamla bíó hér heima, stendur að rekstrinum ásamt félögum sínum, Árna Rúdolfi Rúdolfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni.
„Við erum að kaupa húseign sem hefur verið hótel og erum að taka við því þessa dagana. Við erum að laga til og gera allt saman gott áður en við fáum fyrstu gestina sem byrja að koma 19. desember,“
segir Guðvarður, sem nú er staddur úti í Austurríki að undirbúa opnunina, í samtali við Vísi sem fjallar nánar um kaupin hér.
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda






