Uncategorized
Eyfirskt öl eins og evrópskt
Framkvæmdir við nýja bruggverksmiðju á Árskógssandi í Eyjarfirði hefjast næstu dögum. Í verksmiðjunni verður bruggaður bjór að evrópskri fyrirmynd og er stefnt á að hann komi í hillur vínbúða fyrir næstu verslumannahelgi. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 60 milljónir króna en verksmiðjan mun skapa fimm ný störf í byggðarlaginu.
Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson á Árskógssandi standa fyrir framkvæmdunum og stefna þau á 200 þúsund lítra ársframleiðslu innann tveggja ára. „Við vonumst til að byrjað verði að grafa fyrir 300 fermetra verskmiðjuhúsi í næstu viku.
Búið er að ráða tékkneskan bruggmeistara en ekki er komið nafn á ölið. „Við óskum eftir góðum hugmyndum og sá sem kemur með gott nafn verður leystur út með góðum skammti af eyfirsku eðalöli“ segir Agnes.
Greint frá í Fréttablaðinu
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





