Starfsmannavelta
Veitingastaðir hætta og nýir eigendur á vinsælum veitingastöðum
Hrói Höttur hefur lokað stöðunum sínum sem staðsettir voru í Skeifunni og í Hafnarfirði og eru nú staðsettir við Hringbrautina, Smiðjuvegi 2 og opnað nýjan stað í Austurstræti þar sem Subway var áður til húsa.
Nú nýlega keypti eigendur af Caruso hinn vinsæla veitingastað Tapashúsið við Ægisgarð 2 í Sólseturhúsinu og tóku við af honum 28. október s.l.
Nýr eigandi af Sólon, en það er körfuboltamaðurinn Jón Sigurðsson.
Jóhann Jakobsson matreiðslumeistari er búinn að kaupa veitingastaðinn Madonna við Rauðarástíg.
Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson matreiðslumenn oftast kenndir við Humarhúsið hafa selt Forréttabarinn við Tryggvagötu og nýir eigendur eru þeir Bento Guerreiro og Nuno Alexandre Bentim Servo sem jafnframt eru eigendur af Tapasbarnum og Sushi Samba. Ottó og Guðmundur eru áfram með Humarhúsið.
Nýir eigendur eru af Veitingastaðnum Harry’s á Rauðarárstíg en þau Einar Kristbjörnsson og Gemma Kristbjörnsson frá Filipseyjum keyptu staðinn af þeim veitingahjónum Kristjáni Kristjánssyni framreiðslumeistara og Aralyn Kristjánsson kölluð Lolong. Enn sem komið er einungis opið á kvöldin hjá þeim.
Mynd: Skjáskot af google maps
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý






