Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þetta frábæra hótel er rekið af fólki með mismunandi fötlun og allir elska það – Vídeó
Það var árið 1987 sem að foreldrar ákváðu að veita átta bekkjarsystkini með fötlun að ólíkum hætti trausta vinnu- og lífskjör eftir að þau höfðu lokið skólanum. Foreldrarnir hófu hugmyndavinnu og úr varð Stadthaus hótelið sem staðsett er í Þýskalandi.
Átta árum síðar var hótelið tilbúið til opnunar. Byrjað var með sjö stórum herbergjum með alls ellefu rúmum. Þau völdu lítið hótel til að byrja með og allir fjármunir fyrir hótelið kom bæði frá foreldrunum sjálfum, framlögum og niðurgreiðslum.
Í fyrstu var gekk hótelið frábærlega en því miður áttu foreldrarnir í vandræðum eftir nokkur ár í rekstri. Fastur kostnaður þeirra var of hár og stækkun reyndist vera lausnin. Sex auka herbergjum var bætt við ásamt bar sem gerði hótelið mjög hentugt fyrir stærri hópa. Hótelið hefur síðan gengið vel og hefur nýting á hótelherbergjum verið 80% að meðaltali! Hótelið er ekki aðeins mjög vinsælt, því að það hefur einnig orðið þriggja stjörnu hótel.
Hluti starfsmanna býr í sveitarfélaginu þar sem hótelið er staðsett, en það er í samræmi við upphaflega ósk stofnfélaga um að bjóða bæði upp á trausta búsetu og vinnu.
Hótelið er að miklu leyti rekið af fólki með mismunandi fötlun, en á sama tíma er hótelið mjög hentugt fyrir gesti sem eru með mismunandi fötlun þar sem flest herbergi og öll sameiginleg herbergi eru t.a.m. með mjög gott hjólastólaaðgengi.
Það sem byrjaði sem lítið verkefni hjá foreldrum, reyndist síðan vera vel heppnað hótel sem sýnir aðeins eina af mörgum leiðum sem fólk með mismunandi bakgrunn getur haft jákvætt áhrif á samfélagið.
Vídeó
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/watch/?v=1115313061988665″ width=“600″ height=“500″ onlyvideo=“1″]
Heimasíða: www.stadthaushotel.de
Myndir: stadthaushotel.de
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin