Vertu memm

Frétt

Vel heppnuð samkoma á þjóðhátíðardegi Frakka – Myndir

Birting:

þann

Þjóðhátíðardagur Frakka 14. júlí - Bastille Day - Bastilludagurinn

Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson

Í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka (Bastilludeginum) bauð sendiherra Frakklands á Íslandi og Jocelyne Paul til móttöku í Bryggjunni Brugghúsi.

Einstaklega vel heppnuð samkoma og mikið margmenni komu að samfagna Frökkum á þjóðhátíðardegi þeirra 14. júlí.

Þjóðhátíðardagur Frakka 14. júlí - Bastille Day - Bastilludagurinn

F.v. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og forstöðumaður matar,- og veitingasvið Seðlabanka Íslands

Skipverjar af gólettunni „Étoile“ tóku þátt í samkomunni og ávarpaði skipherrann samkomuna. Gólettan lá bara steinsnar frá samkomusalnum og fóru nokkrir hópar viðstaddra í skoðunarferð um borð.

Umboðin fyrir franskar bifreiðar sýndu nýjustu módel, l’Occitane gaf sýnishorn af snyrtivörum, skipafélagið Ponant og flugvélaframleiðandinn Airbus sýndu á tjaldi það nýjasta í flutningatækni á láði og í lofti.

Fyrirtækið Lagardère gaf veitingar. Tvær stúlkur frá samtökum Frakka á Íslandi, Reykjavik Accueil, sátu við upplýsingaborð og kynntu starfsemi samtakanna. Seldir voru miðar í tombólu til styrktar Landsbjörgu og voru vinningar stór kampavínsflaska, miðar á landsleik Íslendinga og Frakka 11. október næstkomandi og fyrsti vinningur var treyja franska landsliðsins með eiginhandaráritun allra liðsmannanna.

Látum myndirnar tala sínu máli.

Myndir: facebook / Franska sendiráðið á Íslandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið