Frétt
Vel heppnuð samkoma á þjóðhátíðardegi Frakka – Myndir
Í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka (Bastilludeginum) bauð sendiherra Frakklands á Íslandi og Jocelyne Paul til móttöku í Bryggjunni Brugghúsi.
Einstaklega vel heppnuð samkoma og mikið margmenni komu að samfagna Frökkum á þjóðhátíðardegi þeirra 14. júlí.
Skipverjar af gólettunni „Étoile“ tóku þátt í samkomunni og ávarpaði skipherrann samkomuna. Gólettan lá bara steinsnar frá samkomusalnum og fóru nokkrir hópar viðstaddra í skoðunarferð um borð.
Umboðin fyrir franskar bifreiðar sýndu nýjustu módel, l’Occitane gaf sýnishorn af snyrtivörum, skipafélagið Ponant og flugvélaframleiðandinn Airbus sýndu á tjaldi það nýjasta í flutningatækni á láði og í lofti.
Fyrirtækið Lagardère gaf veitingar. Tvær stúlkur frá samtökum Frakka á Íslandi, Reykjavik Accueil, sátu við upplýsingaborð og kynntu starfsemi samtakanna. Seldir voru miðar í tombólu til styrktar Landsbjörgu og voru vinningar stór kampavínsflaska, miðar á landsleik Íslendinga og Frakka 11. október næstkomandi og fyrsti vinningur var treyja franska landsliðsins með eiginhandaráritun allra liðsmannanna.
Látum myndirnar tala sínu máli.
Myndir: facebook / Franska sendiráðið á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla