Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður á Laugavegi 178

Birting:

þann

Magnús Ingi Magnússon - Texas Maggi

Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari

Matarbarinn er nýr veitingastaður, en hann er staðsettur við Laugaveg 178 við hliðina á gamla Sjónvarpshúsinu. Eigandi staðarins er Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari betur þekktur sem Texas Maggi.

Matarbarinn býður upp á heimilismat á hlaðborði eins og mamma eldaði hann og sérréttaseðil með fiski og frönskum, skelfiski, steikum og borgurum. Til að byrja með er verðið á hlaðborðinu 1.990 kr.

Á hlaðborðinu eru tveir kjötréttir, fiskréttur, meðlætis- og súpubar, smáréttir, kaffi og kökur.

Einnig er hægt að fá súpu, brauðbar og viðbit á 1.590 kr. en stök súpa er á 700 kr.

Á sérrétta seðlinum er t.a.m. Fish and chips, Texasborgarinn frægi, grænmetisborgari, Granda-fiskborgari á 1.990 kr., grillsteiktar lambasneiðar á 3.600 kr., ristuð nautalund á 3.900 kr., hvítvínssoðin bláskel á 3.600 kr. og hvítlauksristaður humar í skel á 4.900 kr.

Eftirréttir eru vöfflur með sultu og rjóma á 990 kr. vanilluís ofl.

Með öllum réttum fylgja franskar kartöflur, meðlætis- og súpubar, kaffi og kökur.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið