Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Laugavegi 178
Matarbarinn er nýr veitingastaður, en hann er staðsettur við Laugaveg 178 við hliðina á gamla Sjónvarpshúsinu. Eigandi staðarins er Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari betur þekktur sem Texas Maggi.
Matarbarinn býður upp á heimilismat á hlaðborði eins og mamma eldaði hann og sérréttaseðil með fiski og frönskum, skelfiski, steikum og borgurum. Til að byrja með er verðið á hlaðborðinu 1.990 kr.
Á hlaðborðinu eru tveir kjötréttir, fiskréttur, meðlætis- og súpubar, smáréttir, kaffi og kökur.
Einnig er hægt að fá súpu, brauðbar og viðbit á 1.590 kr. en stök súpa er á 700 kr.
Á sérrétta seðlinum er t.a.m. Fish and chips, Texasborgarinn frægi, grænmetisborgari, Granda-fiskborgari á 1.990 kr., grillsteiktar lambasneiðar á 3.600 kr., ristuð nautalund á 3.900 kr., hvítvínssoðin bláskel á 3.600 kr. og hvítlauksristaður humar í skel á 4.900 kr.
Eftirréttir eru vöfflur með sultu og rjóma á 990 kr. vanilluís ofl.
Með öllum réttum fylgja franskar kartöflur, meðlætis- og súpubar, kaffi og kökur.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó






