Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Laugavegi 178
Matarbarinn er nýr veitingastaður, en hann er staðsettur við Laugaveg 178 við hliðina á gamla Sjónvarpshúsinu. Eigandi staðarins er Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari betur þekktur sem Texas Maggi.
Matarbarinn býður upp á heimilismat á hlaðborði eins og mamma eldaði hann og sérréttaseðil með fiski og frönskum, skelfiski, steikum og borgurum. Til að byrja með er verðið á hlaðborðinu 1.990 kr.
Á hlaðborðinu eru tveir kjötréttir, fiskréttur, meðlætis- og súpubar, smáréttir, kaffi og kökur.
Einnig er hægt að fá súpu, brauðbar og viðbit á 1.590 kr. en stök súpa er á 700 kr.
Á sérrétta seðlinum er t.a.m. Fish and chips, Texasborgarinn frægi, grænmetisborgari, Granda-fiskborgari á 1.990 kr., grillsteiktar lambasneiðar á 3.600 kr., ristuð nautalund á 3.900 kr., hvítvínssoðin bláskel á 3.600 kr. og hvítlauksristaður humar í skel á 4.900 kr.
Eftirréttir eru vöfflur með sultu og rjóma á 990 kr. vanilluís ofl.
Með öllum réttum fylgja franskar kartöflur, meðlætis- og súpubar, kaffi og kökur.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum