Viðtöl, örfréttir & frumraun
Restaurant Dill á ferð og flugi
Eins og Freisting.is sagði frá í haust þá hefur The Nordic Prize tilnefnt Dill (www.dillrestaurant.is) veitingahús Norrænahúsinu sem framlag Íslands sem keppanda um titilinn The Nordic Prize veitingahús ársins 2009.
Á meðal tilnefninga á Íslandi voru:
– Dill
– Friðrik V
– Grillið Hótel Sögu
– The Gallery Hótel Holti
– Orange
– Vox Hilton Nordica Hotel
Eins og áður sagði þá varð Dill hlutskarpast í valinu hér á Íslandi og eru þeir félagar Ólafur og Gunnar Karl eigendur Dill á leið til Kaupmannhafnar á morgun til að vera viðstaddir verðlaunaafhendingu nú um helgina.
Þess má geta að þau veitingahús sem Dill er að keppa við um titilinn eru ekki af verri endanum, en þau eru:
Noregur, Bagatelle, Osló
Danmörk, Noma, Kaupmannahöfn
Finland, Savoy, Helsinki
Svíþjóð, Mathias Dahlgren, Stokkhólmi
Óskum við hjá Freisting.is þeim félögum góðs gengis og flytjum ykkur fréttir af úrslitum um leið og þau eru kunngerð!
Mynd: Matthías
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni21 klukkustund síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana