Vertu memm

Freisting

Umhverfis Ísland á 5 dögum

Birting:

þann

Sverrir Halldórsson

Fyrst vil ég koma með yfirlýsingu varðandi síðasta pistil úr Vogafjósinu, eftir að hafa farið yfir með samferðarmanni mínum, dreg ég fullyrðingu mína um að bláberin á skyrinu hafi verið amerísk tilbaka og biðst afsökunar á þessum leiðu mistökum mínum.

Vöknuðum sprækir að vanda, skveruðum af og mættum í morgunmat í fjósinu,og ekki urðum við fyrir vonbrigðum með hann og héldu tveir sælir ferðalangar á braut frá Vogafjósinu þennan morgun.

Næsti staður til að stoppa var Holtasel innarlega í Eyjafirði, en þeir eru orðnir frægir fyrir ísgerðina sína, smökkuðum við á ýmiskonar bragðtegundum svo sem bláberja-jógúrt, bláberjaskyr, hundasúru, rabbabara, hvannar, vanilla og kókos og áttu þeir allir það sameiginlegt að bragðast afburðavel og sannfærði þessi smökkun mig enn meira í því að þennan ís á að bera fram einan og sér engar sósur og engan rjóma með.  Héldum við á brott með aukinn fróðleik um íslenska ísgerð til Akureyrar.

Á Akureyri áðum við á Bautanum eitt elsta vígi Bearnaisesósunnar norðan Alpafjalla, þar pöntuðum við okkur súpu dagsins og ýsu í Orlý, súpan hafði eitthvað misfarist en þeir sem voru á aðalfundi KM í fyrra á Hótel Hamri og borðuðu súpuna í hádeginu, þá var þessi súpa með sama caliber, svo kom fiskurinn og vá loksins alvöru orly lagað á staðnum og steikt og vorum við fljótir að taka gleði okkar aftur og nutum þess að borða fiskinn, að lokinni máltíðinni kvöddu við Akureyri og héldum í Skagafjörðinn.

Í Skagafirði ákváðum við að stoppa í söluskálanum í Varmahlíð og ops það var eins og að fara 30 ár aftur í tímann hálftómar hillur, tómt kæliborð og eingöngu pylsur, samlokur og hamborgarar á boðstólnum, þarna hafði tíminn verið stopp í langan tíma, hurfum við á brott í hálfgerðu sjokki og héldum áfram suður.

Næst stoppuðum við í Staðarskála í Hrútafirði og settist brytinn hann Svenni hjá okkur og tókum spjalli og voru ansi skemmtilegar umræður sem spunnust við borðið að lokum kvöddum við Svenna og héldum á Holtavörðuheiðina.
Síðasta stopp áður en komið var til Reykjavíkur var í Hyrnunni í Borgarnesi og fengum við okkur kvöldmat þar, rétt dagsins: rjómalöguð Sveppasúpa og ofnsteiktur svínahryggur með sinnepssósu og bakaðari kartöflu og var það alveg til fyrirmyndar vel útilátið, heitt og bragðgott, að loknum kvöldverðinum var haldið til borgarinnar og þessari ferð lokað.

Niðurstaða ferðarinnar
Þessi myta að á hringvegi 1 væri eingöngu að finna skyndibita og frosnar kótilettur heyrir sem betur fer til fortíðarinnar.  Matur unnin úr staðbundu hráefni er í mikilli sókn og er orðin góður valkostur fyrir þá sem vilja.

Það er orðið spennandi að fara hringinn í matarlegum skilning og sú óskhyggja sem maður hefur barist lengi fyrir er sá að viðskiptavinurinn hefur nú val um hvort hann fær sér skyndibita eða staðbundinn mat.

I hluti

II hluti

III hluti

IV hluti

 

/Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið