Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er maðurinn? Viktor: „Ég ætlaði að verða rafvirki“

Birting:

þann

Viktor Már Snorrason

Viktor Már Snorrason

Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.

Kristófer skoraði á Viktor að taka við keflinu og eru hér svörin hans.

Fullt nafn?
Viktor Már Snorrason

Fæðingardagur og ár?
13. janúar 1992

Áhugamál?
Matreiðsla, ferðast, fjallgöngur og bjór.

Maki og Börn?
Já og nei

Hvar lærðir þú?
Ég lærði matreiðslu á Fiskfélaginu.

Núverandi starf?
Matreiðslumaður á Moss.

Hvert er uppáhalds hráefnið þitt?
Sveppir.

Segðu okkur eitthvað sem enginn annar veit um þig.
Ég ætlaði að verða rafvirki.

Hverjir eru helstu veikleikar þínir í starfinu?
Get verið of fljótur á mér að dæma aðstæður.

Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Kom 6 tímum of seint í vinnuna, ég var ekki vinsæll.

Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Engin sem er eitthvað vart í að minnast á.

Hvaða skyndibitastaður er í uppáhaldi hjá þér og af hverju?
Le kock, það þarf ekkert að útskýra það.

Hver er skrítnasta fyrirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús?
Egglaus ommiletta, bara með eggjahvítum því manneskjan er með eggjaofnæmi.

Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Líklega 16-17 tímar og bara mikið að gera og mikið prepp.

Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Thermomix

Besti matur sem þú hefur smakkað?
Manresa er upplifun sem ég gleymi seint.

Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Brugga.

Hver er uppáhalds fagmaður þinn í veitingabransanum á Íslandi og af hverju?
Garðar Kári, maðurinn er á einhverju öðru leveli.

Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Þorsteinn Geir, hann er einn sá allra nettasti.

Fleiri pistlar hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið