Freisting
Sushi námskeið í Veisluturninum

Freisting ákvað að smella sér á sushi námskeið í Veisluturninum undir styrkri leiðsögn Sigurðar Karls, snillingur þar á ferð!!!
Námskeiðið var í formi fyrirlestrar og sýnikennslu með myndvarpa og kom þrælvel út, skýr framsetning og Siggi nánast eins og lifandi Google.com um sushi, tæklaði spurningar úr sal, fumlaus og svellkaldur.
Stiklað var á stóru um sushi, gerð grjóna, edikið, suðuundirbúning og þvott á grjónum og mér sýndist viðstaddir dálítið hissa á þessu öllu saman en til að gera gott sushi þarf nákvæmni og undirbúning. Greinilegt að sushi er ekki sama og sushi.
Sushi-orðabók er hluti af námskeiðsgögnum og greinilega ekki sama hvort rúllan er á réttunni eða röngunni, meistarinn fór í gegnum helstu atriði og endaði á að smella saman rúllum og koddum og þvílíkur hraði á kallinum, ussssss.
Látum myndirnar tala sínu máli, sushi-hressing á miðju kvöldi var í boði Veisluturnsins og smakkaðist mjög vel.
Minni á að Sigurður Karl hefur opnað www.suzushii.is á Stjörnutorgi Kringlunnar, nú er bara að kíkja á kallinn og smakka sushi á heimsklassa.
Smellið hér til að skoða myndir frá námskeiðinu.
/ Almennar myndir / Sushi námskeið
Myndir: Matthías Þórarinsson
Texti: Matthías Þórarinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





