Vertu memm

Keppni

Norræna nemakeppnin: Myndir frá fyrri keppnisdegi

Birting:

þann

Norræna nemakeppnin 2019

Norræna nemakeppnin fer fram dagana 26. og 27. apríl og að þessu sinni er hún haldin í Stokkhólmi. Það eru fjórir keppendur sem keppa fyrir íslands hönd en þau eru Gabríel Kristinn Bjarnason og Wiktor Pálsson matreiðslunemar á Radisson SAS og í framreiðslu Fanney Rún Ágústsdóttir nemi á Blá lóninu og Guðjón Baldur Baldursson nemi á VOX.

Norræna nemakeppnin 2019

Sjá einnig: Sigurvegarar úr forkeppni Norrænu nemakeppninnar 2019

Seinni keppnisdagur fer fram í dag laugardaginn 27. apríl og óskum við þeim góðs gengis. Fréttavakt veitingageirans mun fylgjast með og færa ykkur frekari fréttir um leið og þær berast.

„Gekk mjög vel í alla staði“

sagði Magnús Örn Friðriksson, matreiðslumeistari og fulltrúi Matvís í Stokkhólmi, í samtali við veitingageirinn.is aðpurður um hvernig gekk hjá íslensku keppendunum í gær.

Matreiðslunemar tóku skriflegt próf í gær, löguðu eina klassíska súpu sem að þessu sinni var blaðlaukssúpa, gerðu tvær tegundir af „amuse Bouche“ sem átti að innihalda laxahrogn og geitaost. Og að lokum að laga grænmetisrétt sem innihélt sænskar gular baunir, epli og jarðskokka.

Framreiðslunemar fóru í sama skriflega prófið, vínpörun og kynning á vínpöruninni, lögðu á borð fyrir 5 manns eftir fyrirfram ákveðnum matseðli og svo að blanda drykki eftir pöntun.

Meðfylgjandi myndir eru frá fyrri keppnisdegi.

 

Fylgist einnig með á Snapchat: veitingageirinn

Myndir: Snapchat veitingageirans / Kjartan Marinó Kjartansson / Magnús Örn Friðriksson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið