Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Stærsta ráðstefnan sem haldin hefur verið í Hörpunni nýlokið | Nýtt matar-concept í Hörpunni

Birting:

þann

Jóhannes Stefánsson matreiðslumeistari og veitingamaður

Jóhannes Stefánsson matreiðslumeistari og veitingamaður

Dagana 26. – 30. júní var haldin ráðstefna Evrópusamtaka tannréttingasérfræðinga í Hörpu, en ráðstefnan var stærsta ráðstefnan sem haldin hefur verið í húsinu frá opnun og var um 2300 gestir sem sóttu hana.

Samkvæmt útreikningum fagaðila í ferðaþjónustu eyðir ráðstefnugestur um fjórum sinnum meira en meðal ferðamaður, eða um 100 þúsund kr. á dag. Þetta þýðir að þessir 2300 gestir skildu eftir um annan milljarð eftir í tekjur fyrir Ísland á þeim fimm dögum sem ráðstefnan stóð og margir veitingarmenn og hótel haldarar glaðir í bragði.

Það var nýtt concept sem við köllum streat food / orðaleikur á street food, en það var selt á göngum Hörpunnar ásamt 2200 manna pinnahlaðborði og 6000 einingum af heimalöguðu bakkelsi úr kjallara Hörpu

, sagði Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður á Hörpudisknum í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um hvað var á boðstólnum.

Meðfylgjandi myndband og myndir tók Bjarni Gunnar Kristinsson og Guðjón Steinsson matreiðslumenn, en þar má sjá undirbúning og létt spjall við matreiðslumenn ofl.:

 

Mynd: Skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið