Freisting
Clim8, sá kaldi kolefnisjafnaður

Spírað og þurrkað bygg
Það kannski ótrúlegt til þess að hugsa en bjórgerð er orkufrek framleiðsla. Ferlið við að láta byggið spíra við 55°c og þurrka það síðan krefst mikillar raforku. Hingað til hefur þetta ferli verið nauðsynlegt til að byggið myndi maltósa (malt), sem er sykurinn sem nærir gerjunina.
|
|
Nú hefur Harboe bjórverksmiðjan á Jótlandi hafið framleiðslu á Clim8 bjórnum, sem kemur á markað í miðjum október og sleppir öllu ferlinu við spírun og þurrkun. Harboe notast þess í stað við ensim sem vinna sykrur beint úr bygginu sem næra svo gerjunina og til verður bjór. Það er danska líftæknifyrirtækið Novozymes sem hefur þróað þetta ensím í samvinnu við Harboe og munu kynna Clim8 á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember. Með því að nota ensím í stað spírunar er 8% minna af koltvísýrungi skilað úti umhverfið miðað við aðra sambærilega bjórframleiðslu.
Átta prósent kann að hljóma smátt en ef allur bjór sem er þriðja vinsælasta drykkjarvara heims á eftir vatni og tei, væri bruggaður á þennan máta væru áhrifin á umhverfið óneitanlega jákvæð.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






