Vertu memm

Freisting

Clim8, sá kaldi kolefnisjafnaður

Birting:

þann


Spírað og þurrkað bygg

Það kannski ótrúlegt til þess að hugsa en bjórgerð er orkufrek framleiðsla. Ferlið við að láta byggið spíra við 55°c og þurrka það síðan krefst mikillar raforku. Hingað til hefur þetta ferli verið nauðsynlegt til að byggið myndi maltósa (malt), sem er sykurinn sem nærir gerjunina.


Clim8
”Græni” bjórinn

Nú hefur Harboe bjórverksmiðjan á Jótlandi hafið framleiðslu á Clim8 bjórnum, sem kemur á markað í miðjum október og sleppir öllu ferlinu við spírun og þurrkun. Harboe notast þess í stað við ensim sem vinna sykrur beint úr bygginu sem næra svo gerjunina og til verður bjór. Það er danska líftæknifyrirtækið Novozymes sem hefur þróað þetta ensím í samvinnu við Harboe og munu kynna Clim8 á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember. Með því að nota ensím í stað spírunar er 8% minna af koltvísýrungi skilað úti umhverfið miðað við aðra sambærilega bjórframleiðslu.

Átta prósent kann að hljóma smátt en ef allur bjór sem er þriðja vinsælasta drykkjarvara heims á eftir vatni og tei, væri bruggaður á þennan máta væru áhrifin á umhverfið óneitanlega jákvæð.

/Ragnar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið