Freisting
Clim8, sá kaldi kolefnisjafnaður
Spírað og þurrkað bygg
Það kannski ótrúlegt til þess að hugsa en bjórgerð er orkufrek framleiðsla. Ferlið við að láta byggið spíra við 55°c og þurrka það síðan krefst mikillar raforku. Hingað til hefur þetta ferli verið nauðsynlegt til að byggið myndi maltósa (malt), sem er sykurinn sem nærir gerjunina.
|
Nú hefur Harboe bjórverksmiðjan á Jótlandi hafið framleiðslu á Clim8 bjórnum, sem kemur á markað í miðjum október og sleppir öllu ferlinu við spírun og þurrkun. Harboe notast þess í stað við ensim sem vinna sykrur beint úr bygginu sem næra svo gerjunina og til verður bjór. Það er danska líftæknifyrirtækið Novozymes sem hefur þróað þetta ensím í samvinnu við Harboe og munu kynna Clim8 á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember. Með því að nota ensím í stað spírunar er 8% minna af koltvísýrungi skilað úti umhverfið miðað við aðra sambærilega bjórframleiðslu.
Átta prósent kann að hljóma smátt en ef allur bjór sem er þriðja vinsælasta drykkjarvara heims á eftir vatni og tei, væri bruggaður á þennan máta væru áhrifin á umhverfið óneitanlega jákvæð.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu