Frétt
Mennta- og menningarmálaráðherra fær fyrstu Köku ársins

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jóhannes Felixson, formaður Landssambands bakarameistara, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís, og Gunnar Örn Gunnarsson hjá Ölgerðinni.
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í morgun.
Landssamband bakarameistara efndi nýlega til árlegrar keppni um Köku ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins.
Keppnin var haldin í samstarfi við Ölgerðina og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi bitter marsipan og appelsínutröffel frá Odense. Sigurkakan hlýtur nafnbótina „Kaka ársins 2019“ og er höfundur hennar Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís.
Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land miðvikudaginn 20. febrúar og verður til sölu það sem eftir er ársins.
Myndir: aðsendar / Landssamband bakarameistara
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi







